Oft á tíðum eru ákveðin viðvörunarmerki til staðar þegar um er að ræða arfgenga sjúkdóma.

Í sambandi við krabbamein myndi markverð saga innihalda:

  • Ættingja sem fengu krabbamein fyrr en gengur og gerist
  • Ættingja sem hafa krabbamein sem geta verið hluti af krabbameinsheilkenni, t.d. brjósta- og eggjastokkamein – eða ristil- og legslímumein
  • Fleiri en eitt frumæxli hjá sama einstaklingi
  • Óvanaleg mein, eins og brjóstakrabbamein hjá karli