á vefsíðu Gen-Equip verkefnisins – sem sameinar menntun, grunnheilbrigðisþjónustu og erfðafræði. Markmið okkar er að veita fagfólki í grunnheilbrigðisþjónustu tækifæri til að uppfæra þekkingu sína og kunnáttu í erfðafræði. Langtíma markmið þessa verkefnis er að stuðla að framförum í umönnun og þjónustu sjúklinga með erfðavandamál. Kennslan byggir á raunverulegum tilfellum.
Öll námskeiðin eru ókeypis. Þau hafa verið vottuð af bæði the Royal College of General Practitioners og the European Accreditation Network.
Á síðunni eru vefkynningar (webinars) um ýmislegt sem kemur að erfðafræði á ensku, hollensku, Itölsku, portúgölsku og íslensku.
Hver erum við? Við erum hópur fagfólks frá sex Evrópulöndum. Við erum sérfræðingar í heilbrigðisvísindum og höfum öll reynslu í erfðaheilbrigðisþjónustu. Til að vita meira um hópinn, smelltu hér.
GEN-EQUIP fjölþjóða vinnustofaSharing Best Practice: Equipping European Primary Care Health Professionals to Deal with Genetics. Gen-Equip vinnustofan var skipulögð til að fá endurgjöf á verkefnið og líka til að kynna það betur. Þessi vinnustofa var haldin í London 5. maí 2017. Þátttakendur voru frá 14 Evrópulöndum. hér er hlekkur í opinberu skýrsluna.
Við vonum að þessi síða komi þér að gagni. Ef þú hefur ábendingar eða tillögur um efni hennar, vinsamlega sendu póst á vigdisst@landspitali.is
Allt efni vefsíðunnar er á ábyrgð höfunda.
European Commission and Ecorys UK eru ekki ábyrg fyrir þeim upplýsingum sem hér er að finna eða notkun þeirra.
European Commission and Ecorys UK eru ekki ábyrg fyrir þeim upplýsingum sem hér er að finna eða notkun þeirra.