Hér í fellilistanum eru netnámskeið í ýmsu sem snertir erfðafræði, arfgent brjósta- og ristilkrabbamein, arfbundinni kólesterólhækkun og fjögur sem tengjast meðgöngu.  Námskeiðin eru ókeypis og vottuð af European Accreditation Network. Það eru bæði spurningar og kennsluefni og gott er að fara fyrst í gegnum spurningarnar og taka svo námskeiðið. Það er hægt að svara spurningunum aftur eftir að námskeiðinu lýkur.

Ef þú vilt taka námskeiðin á öðru tungumáli – farðu þá á https://plymouth.ac.uk og skráðu þig inn. Þú finnur námskeiðin undir open learning – Gen-Equip – Genetics education for primary care. Tungumálin eru Enska, Ítalska, Portúgalska og Hollenska.

Námsefnið er byggt á tilfellum sem þessum sem oft koma fyrir í grunnþjónustu:
Námseiningarnar eru byggðar á tilfellum sem geta komið upp í grunnheilbrigðisþjónustu. Eftirfarandi tilfelli eru byggð á slíkum dæmum.  Gætir þú leyst þau?

Tómas

Tómas er 32 ára karlmaður sem leitar á heilsugæslustöðina. Hann hefur komið til þín áður og þú þekkir vel til hans. Tómas er líkamlega mjög vel á sig komin en hefur átt við meiðsli að stríða vegna fótboltaiðkunar.

Hann segist hafa tekið eftir því að hægðir hans séu oft mjög dökkar á lit og blóðflekkir í þeim. Þetta hefur verið raunin nánast daglega í um 2 mánuði. Eiginkona hans krafðist þess að hann kæmi til þín. Hann er augljóslega í uppnámi, taugaóstyrkur og vandræðalegur. Hann segist vera hræddur um að þetta gæti verið krabbamein.

Helena

Helena er 32 ára kona við góða heilsu. Hún leitar á heilsugæsluna vegna þess að systir hennar hefur nýlega verið greind með brjóstakrabbamein,  37 ára gömul. Helena hefur áhyggjur af sjálfri sér og 13 ára dóttur sinni. Hún vill fara í brjóstaeftirlit.

Soffía

Soffía er 28 ára gömul kona sem leitar á heilsugæslustöðina til að fá svefnlyf. Hún hefur ekki sofið vel síðan systir hennar lést mjög óvænt og snögglega úr því sem talið var ógreint hjartavandamál.  Hún hefur áhyggjur af sjálfri sér og tveimur ungum börnum sínum.

Magni

María er nýr sjúklingur á heilsugæslustöðinni. Hún kemur á þinn fund með son sinn Magna en hann er 19 mánaða gamall. Systir Maríu á barn á svipuðum aldri og María hefur tekið eftir að það þroskast hraðar en Magni. Hún hefur áhyggjur af því að hann geti ekki gengið án stuðnings og segi bara tvö orð (pabbi og drekka). Hann  skreið fyrst um 16 mánaða aldur.

Lína og Georg

Lína og Georg koma á þinn fund vegna þess að þau vilja stofna fjölskyldu. Þau hafa áhyggjur af því að móðir Línu missti tvö börn á seinni hluta meðgöngu einu sinni fóstur. Þau vita ekki af hverju það var.

Jón

Jón er 53 ára karlmaður. Hann er við góða heilsu og hefur komið til þín í flensusprautur (hann vinnur við umönnun aldraðra). Hann minnist þess að móðir hans lést af elliglöpum þegar hún var 65 ára gömul og spyr hvort þú getir gert erfðarannsókn fyrir einhverju sem skýrt geti elliglöp.

Elísabet

Elísabet kemur á heilsugæsluna í sína fyrstu skoðun í mæðravernd. Hún er 24 ára gömul, heilsuhraust og er gengin 9 vikur á sinni fyrstu meðgöngu. Hún er af ítölskum uppruna og maki hennar Karl er einnig ítalskur og frá svipuðum slóðum og hún.

Marta

Marta er 35 ára gömul kona og hefur verið sjúklingur þinn til fjölda ára. Hún var greind með flogaveiki þegar hún var 19 ára gömul en einkenni verið óbreytt sl. átta ár. Hún er nú ófrísk, gengin 7 vikur og vill vera viss um að barn hennar sé heilbrigt.